- Opið
- Lokað
Heimatorfa
- Brettalyfta
- Drottningin, 4 sæta
- Kóngurinn, 4 sæta
- Lilli klifurmús
- Patti broddgöltur
- Töfrateppi
- Amma mús
- Hérastubbur
- Hringekja
- Dew dýnan
- Mohawks parkið
Suðursvæði
- Bangsadrengur
- Mikki refur
- Kormákur afi
- Jón Oddur
- Jón Bjarni
- Gosinn, 4 sæta
Gönguleiðir
- Leiruhringur (1 km)
- Grunnbraut (2.5 km)
- Fimman (5 km)
- Strompahringur (6.5 km)
- Kerlingardalur (12 km)
Opnunartímar Bláfjalla
14:00 – 21:00
17:00 – 20:00
10:00 – 17:00
- Opið
- Lokað
Lyftur
- Stólalyfta, 2 sæta
- I-lyfta
- II-lyfta Kóngsgil
- Byrjendalyfta
Gönguleiðir
- Gönguleið I (5 km)
- Gönguleið II (10 km)
Bláfjöll
- Lokað verður í Bláfjöllum í dag.Hér er bæði blautt og hvasst.Sjáumst eftir hláku kaflann
Hjálmar eru æði. Hjálmar eru hlý og notaleg höfuðföt sem halda höfðinu heilu og minningunum skýrum. Hægt er að fá hjálma lánaða í skíðaleigunni meðan birgðir endast, en auðvitað er best að eiga sinn hjálm.
Vinsamlegast leggið ekki á veginum þar sem það myndar miklar umferðartafir fyrir aðra. Næg stæði eru við skálana, Bláfjallaskála, Hengilsskála, Breiðabliksskála, Ármannsskála og Ullarskála.
Skálafell
Lokað verður í Skálafelli í vetur.
MIÐASALA
Einfaldast er að eiga SKIDATA kort og fylla á kortið hér að ofan og velja Kaupa miða/áfylling áður en komið er í Bláfjöll.
Þessi kort kosta 1550kr. og eru fjölnota, þau eru til sölu á Olís Norðlingaholti og á nokkrum N1 stöðvum, Ártúnshöfða, Lækjargötu Hafnarfirði, N1 Háholti í Mosfellsbæ og Hveragerði.
Hægt er að kaupa kort og áfyllingar á þau, 2klst, 3klst kort eða dagskort á N1 Ártúnshöfða, Hafnarfirði og Mosfellsbæ,
Einnig er hægt að kaupa kort og áfylling á þau í Bláfjallaskála við komu en þar getur myndast biðröð í miðasöluna.
Skíðaskóli Bláfjalla er starfræktur um helgar fyrir börn á aldrinum 5-14 ára. Þeir nemendur sem þurfa skíðaútbúnað úr leigunni fá hann á kr. 2.500.
Verð á námskeið er kr. 6.000, innifalið lyftukort.
Tvö námskeið eru í boði yfir daginn:
kl. 10:30 – 12:30 og kl. 13:00 – 15:00.
Aðeins er um byrjendanámskeið að ræða og verður því aðeins notast við töfrateppið, kaðallyftuna og diskalyftur fyrir byrjendur.
Systkina afsláttur er kr. 500, fyrir hvern nemanda.
Mikilvægt er að nemendur mæti 30 mínútum áður en námskeið á að hefjast. Þeir sem ekki eru mættir þegar skóli hefst tapa skráningunni.