Hjálmar eru æði. Hjálmar eru hlý og notaleg höfuðföt sem halda höfðinu heilu og minningunum skýrum. Hægt er að fá hjálma lánaða í skíðaleigunni meðan birgðir endast, en auðvitað er best að eiga sinn hjálm.
Vinsamlegast leggið ekki á veginum þar sem það myndar miklar umferðartafir fyrir aðra. Næg stæði eru við skálana, Bláfjallaskála, Hengilsskála, Breiðabliksskála, Ármannsskála og Ullarskála.